Ólöglegt varnarefni í hrökkbrauði
Innkallanir -
21.12.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Finn Crisp sesam & fibre round hrökkbrauði. Hrökkbrauðið inniheldur varnarefnið etýlen oxíð sem er ekki leyfilegt í matvælaframleiðslu í Evrópu. Fyrirtækið ÍSAM sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Finn Crisp
- Vöruheiti: Sesame & Fibre Round Crispbread
- Geymsluþol/Best fyrir dagsetning: 27.01.2021
- Lotunúmer: 1000401584
- Strikamerki: 6410500097099
- Nettómagn: 250g
- Framleiðandi: Lantmånnen Cerealia
- Framleiðsluland: Finnland
- Innflytjandi: ÍSAM, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heimkaup, Fjarðarkaup, verslunin Hlíðarkaup, Melabúðin, Kaupfélag Skagfirðinga Hofsósi, Bónus, Hagkaup, Jónsabúð, Nettó Búðakór, Verslunin Fjölval
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir vörumerkjastjóri hjá ÍSAM á netfanginu tinna hjá isam.is eða í síma 522 2700.