Ólöglegt varnarefni í Finn Crisp hrökkbrauði
Innkallanir -
13.01.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á Sesame fibre round crispbread hrökkbrauði. Hrökkbrauðið inniheldur varnarefnið etýlen oxíð sem ekki er leyfilegt í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið ÍSAM ehf., sem flytur inn vöruna, innkallar hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Finn Crisp
- Vöruheiti: Sesame & Fibre Round Crispbread
- Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar frá 24.1.2021 til og með 3.9.2021
- Strikamerki: 6410500097099
- Nettómagn: 250g
- Framleiðandi: Lantmånnen Cerealia
- Framleiðsluland: Finnland
- Innflytjandi: ÍSAM, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir um allt land
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir gæðastjóri ÍSAM á netfanginu svandis hjá isam.is eða í síma 522 2700.
Ítarefni
- Fréttatilkynning ÍSAM
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
- Ólöglegt varnarefni í hrökkbrauði - frétt Matvælastofnunar 21.12.20
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á - upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook