Ólöglegt varnarefni í fæðubótarefnum
Innkallanir -
27.08.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á töflum með karnitín og kalktöflur frá Lýsi hf. vegna ólöglegs varnarefnis etýlen oxíðs. Fyrirtækið hefur innkallað allar framleiðslulotur og sent út frétt til fjölmiðla. Framleiðsla á töflunum fór fram í Bretlandi og þar greinist ólöglega varnarefnið í kalsíumkarbónati sem notað var í töflurnar.
Etýlenoxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Lýsi
- Vöruheiti: Omega3 kalk/D-vítamín
- Strikamerki: 5690548571657
- Lotunúmer: Allar lotur
- Best fyrir: Allar lotur
- Framleiðandi: Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
- Dreifing: Innlendar verslanir og lyfjabúðir
- Vörumerki: Lýsi
- Vöruheiti: Omega3 Calcium/Vitamin D
- Strikamerki: 5690548864513
- Lotunúmer: Allar lotur
- Best fyrir: Allar lotur
- Framleiðandi: Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
- Dreifing: Netsala
- Vörumerki: Lýsi
- Vöruheiti: Sportþrenna
- Strikamerki: 5690548416910
- Lotunúmer: Allar lotur
- Best fyrir: Allar lotur
- Framleiðandi: Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
- Dreifing: Innlendar verslanir og lyfjabúðir
Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í verslun þar sem þær voru keyptar gegn fullri endurgreiðslu.
Ítarefni