Fara í efni

Ólöglegt litarefni í paprikukryddi

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af ungverskri papriku frá Pottagöldrum sem inniheldur ólöglega litarefnið Sudan III. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Pottagaldrar
  • Vöruheiti: Ungversk paprika
  • Framleiðandi: Pottagaldrar
  • Innflytjandi: Pottagaldrar
  • Framleiðsluland: Spánn, Peru, Kína
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 12.3.2027
  • Geymsluskilyrði: Þurr og myrkur staður
  • Dreifing: Vöruhús Krónunnar, Vöruhús Samkaupa, Fjarðarkaup, Aðföng

Ungversk paprika

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?