Fara í efni

Ólöglegt innihaldsefni í fæðubótarefni

Matvælastofnun varar við neyslu á fæðubótaefninu Fermented mushroom blend  sem ProHerb ehf. flytur inn vegna innihaldsefnis Cordyceps Militaris sem er ólöglegt að nota í matvæli. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar,Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.


Innköllunin á við allar framleiðsludagsetningar/lotunúmer

Nánari lýsing:

  • Vörumerki: ProHerb ehf
  • Vöruheiti: fermented mushroom blend.
  • Framleiðandi: Supplyful
  • Innflytjandi: ProHerb ehf.
  • Framleiðsluland: USA
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar/öll lotunúmer
  • Geymsluskilyrði: Þurrlager.
  • Dreifing: Seiðkarlinn, Faxafeni 14, 108 Reykjavík

Ítarefni

 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?