Fara í efni

Ólöglegt innihaldsefni í fæðubótarefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á innköllun vegna ólöglegra innihaldsefna í 4 tegundum af pólskum fæðubótarefnum FA Fitness Authority sem Bodyzone flutti inn.  Vörurnar innihalda óleyfilegt innihaldsefni Choline alfoscerate (a-GPC). Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) innkallað vörurnar.

Tilkynning um fæðubótaefnin bárust til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: FA Fitness Authority
  • Framleiðandi: Fitness Authority
  • Framleiðsluland: Pólland
  • Innflytjandi og söluaðili: Bodyzone ehf, Bæjarlind 6.

Vara 1.

  • Vöruheiti: Nalpalm Pre Contest Pumped 350 g, Dragon fruit.
  • Best fyrir: 11.2023
  • Lotunúmer: NPP211119DFR
  • Nettómagn: 350g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara

Vara 2.

  • Vöruheiti: Napalm Pre Contest Pumped stimulant free 350 g Lychee og Mango-lemon 350g
  • Best fyrir: 11.2023/02.2024
  • Lotunúmer: NPS211115LYC/NPS220224MLE
  • Nettómagn: 350g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara

Vara 3.

  • Vöruheiti: Skull Labs Angel Dust Citrus-Peach
  • Best fyrir: 11.2024
  • Lotunúmer: SAD221117CPE
  • Nettómagn: 270g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara

Vara 4.

  • Vöruheiti: Plasma Core Orange Mango
  • Best fyrir: 03.2024
  • Lotunúmer: CPL220301OMA
  • Nettómagn: 350g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara

napal pre

Neytendur sem keypt hafa vöruna eiga ekki að neyta hennar heldur farga eða skila henni gegn endurgreiðslu. Framleiðandi hefur komið með yfirlýsingu að vörur framleiddar árið 2023 eru ekki með ólöglega innihaldsefnið en er merkt á innihaldslýsingu.Vörurnar verða endurmerktar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?