Fara í efni

Uppfært-Ólöglegt bleikiefni í hveiti

Matvælastofnun vill upplýsa neytendur um innköllun á Kite hveiti sem Fiska.is og Dai Phat flytur inn vegna þess að það inniheldur ólöglegt aukefni benzólý peroxíð. Fyrirtækin hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness og Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: United hveiti
  • Vöruheiti: Kite hveiti 1 kg
  • Framleiðandi: United Flour MillPublic Co. Ltd
  • Innflytjandi: Fiska - Lagsmaður og Dai Phat supermarket
  • Framleiðsluland: Thailand
  • Best fyrir dagsetning: 10.12.2025
  • Strikamerki: 8850310000724
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Dreifing: Fiska.is

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?