Fara í efni

Ólöglegt aukefni í sælgæti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á ABC jelly straws sem Lagsmaður efh. flytur inn vegna ólöglegra aukefna E410 og E407 sem eru hleypiefni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Stórir sælgætisbitar úr seigu hlaupi geta valdið köfnun.

Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar:

  • Vörumerki: ABC
  • Vöruheiti: Jelly straws 260g
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Nettómagn: 260g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Framleiðandi: Tsang Lin Industries Corp
  • Framleiðsluland: Taiwan
  • Innflytjandi/dreifingaraðili: Lagsmaður ehf/Fiska.is Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur

 

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila til verslunar.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?