Fara í efni

Ólögleg sykurtegund í lágkolvetnafæði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Good Dees sugar free maple syrup og chocolate chips sem fyrirtækið Focused ehf. flytur inn og selur í netsölu. Allulósi sykurtegundin sem er í vörunum er flokkað sem nýfæði í Evrópu sem hefur ekki farið í áhættumat og ekki vitað hvort það sé öruggt til neyslu. Salan er því óheimil í Evrópu. Heilbrigðiseftirlitið í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavog hefur farið fram á það við innflytjandann að fjarlægja vöruna úr netsölu og innkalla frá neytendum. Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirlitinu hefur verið birt.

  • Vörumerki: Good Dees
  • Vöruheiti: Sugara free maple syrup og chocolate chips
  • Framleiðandi: Good Dees
  • Innflytjandi: Focused ehf., Funalind 13, 201 Kópavogur
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar lotur / dagsetningar
  • Dreifing: www.lowcarb.is

Nánari upplýsingar fást hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í netfanginu hhk@heilbrigdiseftirlit.is

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?