Fara í efni

Ólögleg innihaldsefni í fæðubótarefnum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið vitneskju um að matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu  á tveimur fæðubótarefnum.  Báðar vörurnar innihalda B flokkuð efni sem þarf að flokka hjá Lyfjastofnun og önnur varan inniheldur auk þess óleyfileg form steinefna.

Vörumerki:  MusclePharm. 
Vöruheiti:  
Assault og Armor-V.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Vörurnar eru framleiddar af MusclePharm í Bandaríkjunum.  Innfluttar til Íslands af fyrirtækinu
Prótín punktur is slf., Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Auðkenni/skýringartexti:  
Um er að ræða fæðubótarefni.  Vörurnar innihalda B-flokkuð innihaldsefni, innihaldsefni sem þarfnast flokkunar Lyfjastofnunar og óleyfileg form steinefnanna bórs og króms.  MusclePharm Assault þarf að senda til flokkunar hjá Lyfjastofnun nú þegar enda inniheldur varan B-flokkað innihaldsefni og einnig innihaldsefni sem þarfnast flokkunar.  Á meðan má varan ekki vera í dreifingu.  Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr.   MusclePharm Armor-V inniheldur óleyfileg form steinefnanna bórs og króms auk B-flokkaðs innihaldsefnis.  

Laga- /reglugerðarákvæði:  Reglugerð nr. 624/2004 um fæðubótarefni, með síðari breytingum.  Reglugerð nr. 1166/2011 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli.  11. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.  

Áætluð dreifing innanlands:  Vefverslunin www.protin.is


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?