Ólögleg aukefni í tei
Innkallanir -
16.12.2024
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Green Tea Mix tei, sem Fiska.is /Lagsmaður og Dai Phat Trading ehf hafa haft í sölu. Fyrirtækin hafa innkallað teið í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: ChaTraMue
- Vöruheiti: Green tea mix
- Best fyrir: 15-01-2026
- Nettómagn: 200g
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Framleiðandi: Cha Thai International Co. LTD.
- Framleiðsluland: Thailand
- Heiti og heimilisfang fyrirtækja sem innkalla vöru: Fiska.is Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur og Dai Phat Trading ehf.
Ítarefni: