Óleyfilegt litarefni sem matvæli
Innkallanir -
26.08.2024
Matvælastofnun varar við neyslu á Ultimate Methyl blue frá Earth Harmony sem Mamma veit best ehf. flytur inn og selur í verslun sinni. En litarefnið er ekki leyfilegt sem matvæli og ekki öruggt til neyslu. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Innköllun á við allar framleiðslulotur:
- Vörumerki: Earth Harmony
- Vöruheiti: Ultimate Methyl Blue
- Framleiðandi: Earth harmony
- Innflytjandi: Mamma veit best ehf, Dalbrekka 30, 200 Kópavogi
- Framleiðsluland: Bandaríkin
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: LOT 22E24B/ 05-2026
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
- Dreifing: Mamma veit best ehf
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar til endurgreiðslu.
Ítarefni
- Fréttatilkynnng heilbrigðiseftirlitsins
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook