Óheilnæmar aðstæður við framleiðslu á lúpínuseyði
Innkallanir -
12.04.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um framleiðslu á lúpínuseyði frá Svarta Hauki við óheilnæmar aðstæður. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað hana af markaði.
- Vörumerki: Svarti Haukur.
- Vöruheiti: Lúpínuseyði.
- Magn: 2 lítrar.
- Geymsluskilyrði: Kælivara.
- Framleiðandi: Varan var framleidd í Hveragerði fyrir Svarta Hauk ehf., Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ.
- Dreifing: Verslanir Heilsuhússins, Hagkaupa og Lifandi markaðar um land allt. Vöruval Vestmannaeyjum, Blómaval Skútuvogi, Fjarðarkaup og Hlíðarkaup.