Fara í efni

Of mikið magn aukefnis í Monster orkudrykkjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á of miklu magni af aukefninu própýlenglýkól (E1520) í orkudrykkjunum Monster Lewis Hamilton LH 44 og Monster Vanilla Espresso. Innflytjandinn, Coca-Cola European Partners (CCEP), innkallar drykkina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi vöruheiti:

  • Vörumerki: Monster
  • Vöruheiti: Lewis Hamilton LH44 Energy Drink
  • Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar
  • Strikamerki: 5060337508988
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Nettómagn: 500 ml
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Monster Ltd.
  • Framleiðsluland: Holland
  • Dreifing: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Heimkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Melabúðin, Miðstöðin, N1, Nettó, Tíu-ellefu, Kassinn.
  • Vörumerki: Monster
  • Vöruheiti: Vanilla Espresso - Espresso vanilla flavoured coffee drink
  • Best fyrir dagsetning: Allar dagsetningar
  • Strikamerki: 5060639122332
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Nettómagn: 250 ml
  • Geymsluskilyrði: Á ekki við
  • Framleiðandi: Monster Ltd.
  • Framleiðsluland: Holland
  • Dreifing: Aðföng (Hagkaup), Fjarðarkaup, Iceland, Kjörbúðin, Krambúðin, Nettó, Póló, Tíu-ellefu, Vegamót Bíldudal, Video-markaðurinn.
  • Innflytjandi: CCEP á Íslandi, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík.

Monster orkudrykkur

Þeim sem keypt hafa ofangreindar vörur er bent á að skila þeim til CCEP á Íslandi að Stuðlahálsi 1 í Reykjavík gegn endurgreiðslu eða skiptum fyrir samskonar vöru. Nánari upplýsingar um innköllun vörunnar fást á netfanginu info hjá ccep.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?