Of mikið af joði í ráðlögðum skammti af Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae
Innkallanir -
12.07.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun sölu og innköllun á fæðubótarefninu Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þar sem í ráðlögðum daglegum neysluskammti er of mikið af steinefninu joði.
- Vörumerki: Sunny Green.
- Vöruheiti: Kelp Nutrient Dense Algae.
- Framleiðandi: Nutraceutical Corp. í Bandaríkjunum.
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík.
- Laga- /reglugerðarákvæði: 8., 28. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
- Dreifing: Heilsuhúsið Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Selfossi, Kringlunni, Smáratorgi og Keflavík, Fjarðarkaup, Apótek Garðabæjar, Yggdrasill, Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, Lyfja Setbergi (Apótekið Setbergi), Egilsstöðum og Lágmúla.
Ítarefni