Fara í efni

Of mikið af joði í ráðlögðum skammti af Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um stöðvun sölu og innköllun á fæðubótarefninu Sunny Green Kelp Nutrient Dense Algae þar sem í ráðlögðum daglegum neysluskammti er of mikið af steinefninu joði.  

  • Vörumerki: Sunny Green.
  • Vöruheiti: Kelp Nutrient Dense Algae.
  • Framleiðandi: Nutraceutical Corp. í Bandaríkjunum.
  • Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík.
  • Laga- /reglugerðarákvæði:  8., 28. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
  • Dreifing: Heilsuhúsið Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Selfossi, Kringlunni, Smáratorgi og Keflavík, Fjarðarkaup, Apótek Garðabæjar, Yggdrasill, Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, Lyfja Setbergi (Apótekið Setbergi), Egilsstöðum og Lágmúla.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?