Fara í efni

Nóróveira í frosnum hindberjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að Aðföng hafi tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á eftirfarandi vöru: 

Tegund innköllunar: Mengun af völdum nóróveira. 
Vöruheiti: Alletiders Frugt Hindbær (hindber).
Umbúðir: Poki. 
Nettóþyngd: 250 g. 
Framleiðandi: Varan er framleidd fyrir A Frost A/S í Danmörku. 
Geymsluskilyrði: Frystivara. Pökkunardagur: 14.08.2010. Best fyrir: 14.08.2012. Strikanúmer: 5706911288784.
Dreifing: Verslanir Bónuss, Hagkaupa og Stórkaupa og einnig í verslunum 10-11 Glæsibæ, Laugalæk, Staðabergi, Barónsstíg og Hjarðarhaga   
Matvælastofnun bendir neytendum á, að hitun á frosnum innfluttum hindberjum er fyrirbyggjandi til að forðast sýkingar af völdum nóroveira. Hitun í 2 mín við 90°C minnkar hættu á sýkingu.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?