Fara í efni

Myglueitur í Sportmix kattafóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við Sportmix original cat food kattafóðri frá Midwestern pet food í 6,8kg pokum vegna aflatoxín myglueiturs. Fyrirtækið Pak ehf. hefur innkallað fóðrið með aðstoð Matvælastofnunar. Fóðrið var tekið úr netsölu í lok desember og haft samband við kaupendur. 

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Sportmix original cat food
  • Þyngd: 6,8 kg (15 lbs)
  • Framleiðandi: Midwestern pet foods
  • Lotunúmer: Allar dagsetningar fyrir eða 07.09.22/ lotunúmer 07092021L3 05
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Innflytjandi: Pak ehf., Strandgata 32, 220 Hafnarfirði
  • Dreifing:  https://www.litlagaeludyrabudin.is/netverslun/

Sportsmix cat food

Aðilum sem eiga þetta fóður er bent á að skila því til PAK ehf., Melabraut 19, 220 Hafnarfirði eða hringja í síma 517 8119.

Aflatoxín er eitur framleitt af myglusveppnum Aspergillus flavus sem getur vaxið á maís og öðru korni sem notað er í gæludýrafóður. Ef eitrið er mikið í vörunni getur það valdið veikindum eða jafnvel dauða.

Ítarefni

Uppfært 22.01.21 kl. 15:23


Getum við bætt efni síðunnar?