Fara í efni

Mjólk ekki tilgreind í sælgæti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar þá sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk við neyslu á Nudie Snacks Protein Balls – Salted Carmel Brownie. Varan innheldur mjólk sem ekki er tilgreind í innihaldslýsingu. Heilsa ehf, sem flytur inn vöruna, hefur stöðvað sölu og innkallað hana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi strikamerki.

  • Vörumerki: Nudie
  • Vöruheiti: Nudie Snacks Protein Balls – Salted Carmel Brownie
  • Nettómagn: 42g
  • Strikamerki: 5060280600708
  • Framleiðandi: Buchanan Dist. Ltd / Nudie
  • Framleiðsluland: Bretland
  • Innflytjandi: Heilsa ehf.
  • Dreifing: Verslanir Lyfju um land allt. Heilsuhúsið Kringlunni og Lágmúla. Fjarðarkaup.

Sælgæti

Hægt er að skila Nudie Snacks Protein Balls – Salted Carmel Brownie í verslanir Lyfju og Heilsuhúsanna. Frekari upplýsingar fást hjá vörusviði Heilsu og Lyfju (dagny hjá lyfja.is / s. 620-9464)

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?