Mítlar í blönduðum ávöxtum frá Hagver
Innkallanir -
04.04.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) um innköllun á HAGVER Blönduðum ávöxtum af markaði eftir ábendingu frá neytenda um smádýr (mítla) í vörunni.
|
|
Vöruheiti: Hagver blandaðir ávextir. Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Pakkað í Bretlandi fyrir Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík. Auðkenni/skýringartexti: Um er að ræða blandaða þurrkaða ávexti í poka Varan sem um ræðir er með lotunúmerið LO246. Nettóþyngd 250 g. Strikanúmer 5690582122990. Áætluð dreifing innanlands: Um land allt. |
Laga- /reglugerðarákvæði: 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 6. tl. 14. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga.
Ítarefni