Fara í efni

Matvælaöryggi ótryggt við framleiðslu á spírum og tofu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á baunaspírum og steiktu tofu og tofu frá Thi hollustu ehf vegna þess að matvælaöryggi var ekki tryggt á framleiðslustað. Starfstöðin uppfyllir ekki kröfur um framleiðslu á matvælum og ekki hægt að tryggja öryggi matvælanna. Heilbrigðiseftirlitið í Hafnarfirði (HEF) hefur aðstoðað fyrirtækið varðandi innköllunina og sent út fréttatilkynningu.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur og dagsetningar;

  • Vörumerki:  THI
  • Vöruheiti:  Mung spírur, Tofu hvítt, Tofu steikt
  • Framleiðandi:  Thi framleiðsla ehf.
  • Framleiðsluland:  Ísland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar:  Allar dagsetningar/öll lotunúmer
  • Geymsluskilyrði:  Kælivara
  • Dreifing:  Banh Mi ehf., Bananar ehf. , Fiska.is

Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki.

Nánari upplýsingar veittar hjá framleiðanda í síma: 553-2555 eða á netfanginu mariaminh2505@gmail.com

Ítarefni

 

 

 

 




Getum við bætt efni síðunnar?