Lyfjavirk efni í vaxtarræktarvöru
Innkallanir -
11.03.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Upplýsingar
hafa borist Matvælastofnun frá matvælaeftirliti heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur um að Fitness sport hafi tekið vöru af markaði í samráði við
heilbrigðiseftirlitið. Það er gert vegna þess að varan, SuperPump 250,
inniheldur lyfjavirk efni samkvæmt ákvörðun Lyfjastofnunar. Vöruheiti: SuperPump 250. Auðkenni/skýringartexti: Varan inniheldur indole-3-carbinol og "ajuga turkesterones" (Ajuga turkestanica). Lyfjastofnun hefur ákveðið að SuperPump 250 falli undir ákvæði lyfjalaga vegna framangreindra innihaldsefna. Í 11. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, segir: "Óheimilt er að flytja til landsins eða markaðssetja matvæli, þ.m.t. fæðubótarefni, sem innihalda lyf samkvæmt skilgreiningu lyfjalaga. Leiki vafi á því hvort einstök efnasambönd teljist lyf sker Lyfjastofnun úr." Áætluð dreifing innanlands: Verslun Fitness Sports, Faxafeni 8, Reykjavík |
Ítarefni