Fara í efni

Jarðhnetuprótein ekki tilgreind í frosnum réttum

Matvælastofnun varar við neyslu á Takeaway Chicken Jalfrezi og Takeaway Chicken Madras frá vörumerkinu Iceland vegna hættu á að þær innihaldi ótilgreind jarðhnetuprótein. Heimkaup hafa innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Takeaway Chicken Jalfrezi og Takeaway Chicken Madras
  • Vörumerki: Iceland
  • Framleiðandi: Iceland Foods
  • Innflytjandi: Heimkaup ehf.
  • Framleiðsluland: England
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Dreifing: Prís, Smáratorgi 3


Viðskiptavinir sem keypt hafa viðkomandi vörur eru hvattir til að skila í Prís Smáratorgi 3 og fá endurgreiðslu.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri í gegnum netfangið samband@heimkaup.is

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?