Hrossakjöt í nautalasagne
Innkallanir -
11.02.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að Eggert Kristjánsson hf. hafi, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, tekið af markaði og innkallað frá neytendum eftirfarandi matvæli í varúðarskyni:
- Vöruheiti: Lasagne 375 g. merkt Findus.
- Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Eggert Kristjánsson hf. Skútuvogi 3, 104 Reykjavík.
- Auðkenni/skýringartexti: Eggerti Kristjánssyni hf. barst tilkynning frá Findus í Svíþjóð um að Lasagne í 375 g. skömmtum innihaldi mögulega hrossakjöt. Innihaldslýsing er því hugsanlega röng.
- Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
- Áætluð dreifing innanlands: Verslanir um land allt
Eggert Kristjánsson hf. biður þá sem keypt hafa umrædda vöru og eiga hana heima hjá sér að skila henni til Eggerts Kristjánssonar hf., Skútuvogi 3. Sími 5685300. Frekari upplýsingar veitir Marteinn Magnússon í síma 660 4401.
Ítarefni