Histamín í þurrkuðum fiski
Innkallanir -
09.08.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Afroase Bongo fish dried whole sem fyrirtækið Lagsmaður ehf. flytur inn vegna þess að fiskurinn er óhæfur til neyslu. Varan greindist með of hátt magn af histamíni og öðrum lífrænum amínum. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) og sent út fréttatilkynningu.
Tilkynningin um innköllun kom í gegnum RASFF evróska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er um að ræða innköllun á neðangreindir framleiðslulotu:
- Vörumerki: Afroase
- Vöruheiti: Bongo fish dried whole
- Best fyrir dagsetning: 31.12.2022
- Strikamerki: 8719497392315
- Nettómagn: 200g
- Framleiðandi: Asia Express Food B.V. - Kilbystraat - Kampen - 8263 - Netherlands
- Framleiðsluland: Gambia
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / fiska.is, Nýbýlavegi 6 Kópavogi
- Dreifing: Verslun fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi
Neytendur sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila í verslun Lagsmanns /fiska.is að Nýbýlavegi 6.