Fara í efni

Grunur um salmonellusmit í húsdýrafóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Fóðurblöndunni hf. að grunur sé um salmonellusmit í smásekkjunarbúnaði fyrirtækisins. Búnaðurinn sekkjar í 35 kg sekki. Fyrirtækið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem allt fóður í 35 kg sekkjum framleitt frá 4. júlí til 29. ágúst síðastliðinn er innkallað. Fóðrinu skal skilað til fyrirtækisins eða sölustaði þess.

  • Vörumerki: Fóðurblandan hf.
  • Vörueining: Allt fóður í 35 kg sekkjum með framleiðsludagsetningar 4. júlí til 29. ágúst.
  • Framleiðandi: Fóðurblandan hf, Korngörðum 12, 104 Reykjavík.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?