Grunur um salmonellu í kjúklingi
Innkallanir -
07.03.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Grunur um salmonellu hefur komið í upp í ferskum kjúklingi framleiddum af Ísfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað kjúkling með rekjanleikanúmerinu (Rlnr.) 110-12-04-1-03, dagsetningar 1.3. og 2.3. Þeir sem eru með ferska kjúklinga frá fyrirtækinu með fyrrgreindu rekjanleikanúmeri geta skilað kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Ísfugls ehf., Reykjavegi 36, Mosfellsbæ. Kjúklingurinn er hættulaus ef farið eftir leiðbeiningum um eldun. Kjötið þarf að steikja í gegn og passa að blóðvökvi smitist ekki á milli áhalda eða í meðlæti. |
Ítarefni