Fara í efni

Grunur um salmonellu í kjúklingi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Grunur um salmonellu hefur komið í upp í kjúklingi framleiddum af Matfugli. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn. Fyrirtækið hefur ákveðið að innkalla kjúklinginn sem er með rekjanleikanúmerið 215-11-40-1-06  og er hann því ekki lengur í dreifingu. Hafi fólk kjúkling heima hjá sér með áðurnefndu númeri skal honum skilað til Matfugls ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ, s. 566-8877.



Kjúklingurinn er hættulaus sé farið eftir leiðbeiningum um eldun. Kjötið þarf að steikja í gegn og passa að blóðvökvi smitist ekki á milli áhalda eða í meðlæti.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?