Grunur um salmonellu í heilsuvörum
Innkallanir -
04.06.2014
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um að fyrirtækið Mamma veit best hafi stöðvað dreifingu og innkallað eftirtaldar vörur í varúðarskyni vegna mögulegrar salmonellumengunar.
- Vörumerki: Navitas Naturals
- Vöruheiti: Organic Sprouted Chia Powder
- Nettóþyngd: 226gr (8oz)
- Best fyrir: Allar dagsetningar til og með 22/11/2015
- Dreifing: Krónan (Skógarlind, Granda, Mosfellsbæ, Höfð, Selfossi, Vestmannaeyjum og Akranesi), Heilsutorg Blómavals (Skútuvogi), Mamma veit best (Laufbrekku), Heilsuhúsið (Laugavegi, Lágmúla, Kringlunni, Smáratorgi, Selfossi, Keflavík og Akureyri)
- Vörumerki: Navitas Naturals
- Vöruheiti: Omega Blend Sprouted Smoothie Mix
- Nettóþyngd: 226gr (8)oz
- Best fyrir: Allar dagsetningar til og með 05/11/2015
- Dreifing: Krónan (Skógarlind, Granda, Mosfellsbæ, Höfð, Selfossi, Vestmannaeyjum og Akranesi), Heilsutorg Blómavals (Skútuvogi), Mamma veit best (Laufbrekku), Heilsuhúsið (Laugavegi, Lágmúla, Kringlunni, Smáratorgi, Selfossi, Keflavík og Akureyri)
Vörurnar hafa verið fjarlægðar úr hillum verslana en þeir neytendur sem eiga þessa vöru heima hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila vörunni til þeirrar verslunar sem hún var keypt í gegn endurgjaldi.