Fara í efni

Grunur um myglusveppaeitur í lífrænum barnagraut

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Yggdrasill heildsala hefur tilkynnt Matvælastofnun og matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis um innköllun á 3ja korna graut frá vörumerkinu Holle þar sem mældist aukið magn OTA (mycotoxin), þ.e. umfram það sem eðlilegt er í matvörum.


Rétt er að taka fram að innra eftirlit Holle gerði sambærilega rannsókn á vörum úr sömu lotu en fékk ekki þessa niðurstöðu. Til að gæta fyllsta öryggis verður þessi vara tekin úr hillum verslana og fargað,  en ef einhver kann að eiga þessa vöru heima hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt og fá hana bætta eða farga henni. 

  

Þessi innköllun á eingöngu við 3ja korna graut sem merktur er með dagsetningunni 25.04.2013. 


Vörumerki: Holle
Vöruheiti: Lífrænn 3ja korna grautur
Ábyrgðaaðili: Yggdrasill ehf.
Auðkenni/skýringartexti: síðasti söludagur 25.04.2013/ vegna ochratoxíns.

Laga- og reglugerðarákvæði: Reglugerð um aðskotaefni í matvælum, með breytingum
Dreifing: Nettó/samkaup/Úrvalsverslanir, Melabúðin, Fjarðarkaup + Fræið, Hagkaup, Víðir, Heilsuhúsið Lyfja, Vöruval í Vestmannaeyjum.


Ítarefni





Getum við bætt efni síðunnar?