Fara í efni

Grunur um Listeria í sviðasultu

Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska ehf. vegna gruns um að varan sé menguð af bakteríunni Listeria monocytogenes. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar með best fyrir 3. - 7. janúar 2025, í samráði við Matvælastofnun. Auk þess fór fyrirtækið fram á að allri sviðasultu sem seld var til heilbrigðisstofnana í desember yrði fargað af öryggisástæðum.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Kjarnafæði LAMBA SVIÐASULTA
  • Framleiðandi/fyrirtæki sem innkallar vöruna: Kjarnafæði Norðlenska ehf.
  • Rekjanleikaupplýsingar: Best fyrir 03. - 07.01.2025
  • Kælivara
  • Dreifing:
    • Fjöldi matvöruverslana um land allt: Bónus, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðin, Krambúð, Prís, Samkaup, Búðin Borgarfirði eystra, Ekran, Extra verslun, Gvendarkjör, Heimkaup, Hlíðarkaup, Jónsabúð, Kf. Vestur Húnvetninga, Melabúðin, Skerjakolla. 
    • Heilbrigðisstofnanir: Heilbrigðisstofnun Fjallabyggð, Heilbr.st. Suðurnesja Keflavík, Droplaugarstaðir, Sóltún, Heilbr.st Austurl. Seyðisfirði, Heilbrigðisstofnun Blönduós.

Listeria monocytogenes getur haft áhrif á heilsu neytenda. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki þessarar vöru og skila henni í verslanir þar sem hún var keypt og fá endurgreiðslu.

 

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?