Galli í umbúðum á ávaxtasafa
Innkallanir -
24.09.2024
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun Aðfanga á Rema 1000 appelsin juice fra koncentrat vegna galla á umbúðum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavík innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Rema 1000 Appelsin Juice fra koncentrat
- Nettómagn: 1,5 lítrar
- Umbúðir: Ferna
- Strikamerki: 5705830017420
- Best fyrir dagsetning: 19.05-2025
- Lotnúmer: V3444 00:00 (síðustu fjórir tölustafirnir er klukka sem er breytileg milli ferna)
- Geymsluskilyrði: Þurrvara, stofuhiti (m.v. óopnaðar umbúðir)
- Dreifing: Verslanir Bónusar
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í Bónus verslun gegn endurgreiðslu.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Aðföngum
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir
- Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook