Fara í efni

Bólgnar bjórdósir

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Sóló sumarbjór frá Íslenskri hollustu vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið. Fyrirtækið Og natura/Íslensk hollusta hefur innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness (HEF).

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Og natura
  • Vöruheiti: Sóló Sumarbjór
  • Best fyrir dagsetning/Lotunúmer: 22.okt 2022 / L2205
  • Framleiðandi: Íslensk hollusta.
  • Dreifing: ÁTVR

sóló bjór

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í næstu ÁTVR verslun.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?