Bjórdósir geta bólgnað
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Mosaic IPA frá Albani Bryggerierne vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið. Dista ehf. og ÁTVR hafa innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF).
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Albani
Vöruheiti: Mosaic IPA, 330 mL
Best fyrir dagsetning: 11.05.2023
Strikamerki: Á dós: 5741000171387, á kassa með 24 dósum: 5741000156100
Framleiðandi: Albani Bryggerierne, Tværgade 2, 5100 Odense C í Danmörku
Innflytjandi: Dista ehf. Ásbúð 9, 210 Garðabæ
Dreifing: Verslanir ÁTVR
Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.
Ítarefni:
- Fréttatilkynning Dista ehf og ÁTVR
- Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
- Innkallanir á vefsíðu Matvælastofnunar