Beinflísar í hakki
Innkallanir -
21.12.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum framleiðslulotum af grísahakki frá Stjörnugrís vegna beinflísa sem geta verið í vörunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Grísahakk.
- Strikamerki: 569 430 20330
- Best fyrir dagsetning: 24.12.2022 – 28.12.2022
- Sölustaðir & Vörumerki.
Varan er seld undir vörumerki;
• Krónunar í Krónuverslunum
• Kjötborð í Nettó, Kram & Kjörbúðum – Iceland verslunum.
• Stjörnugrís í Costco.
• Stjörnugrís í Bónus.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til sömu verslunar. Nánari upplýsingar veitir sölu og markaðsdeild Stjörnugrís í síma 895-9600 eða í gegnum netfangið geir[hjá]svinvirkar.is.