Aðskotahlutir í döðlum og hýðishrísgrjónum
Yggdrasill heildsala hefur tilkynnt Matvælastofnun og matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um innköllun á döðlum frá vörumerkinu Himneskri hollustu þar sem aðskotahlutur fannst í einni pakkningu af vörunni. Um er að ræða varúðarráðstöfun og einskorðast eingöngu við þær döðlur sem merktar eru með dagsetningunni 30.04.13. Einnig innkallar Yggdrasill hýðishrísgrjón frá vörumerkinu Himneskri hollustu þar sem aðskotahlutur fannst í einni pakkningu af vörunni. Um er að ræða varúðarráðstöfun og einskorðast eingöngu við þau hýðishrísgrjón sem merkt eru með dagsetningunni 30.12.13.
Vörumerki: Himnesk hollusta
Best fyrir: 30.04.13.
vöruheiti: Hýðishrísgrjón
Best fyrir: 30.12.13
Umbúðir: Plastpokar.
Dreifing: Verslanir Krónunnar, LIFANDI markaður, Fjarðarkaup, Víkurvagnar, Lyfjaver, Heilsuhornið, Verslun Einars Ólafssonar, verslanir Nóatúns í Hamraborg, Austurveri og Grafarholti.
Brugðist hefur verið við og þessi vara fjarlægð úr hillum verslana en ef einhver kann að eiga þessa vöru heima hjá sér eru vinsamlegast beðnir um að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt og fá hana bætta eða farga henni.
Tekið er fram að þessi varúðarráðstöfun á einungis við döðlur frá himneskri hollustu merktri dagsetningunni 30.04.13 og hýðishrísgrjón frá himneskri hollustu merktri dagsetningunni 30.12.13.
Ítarefni
- Mynd af hrísgrjónum frá Himneskir hollustu
- Mynd af döðlum frá Himneskir hollustu
- Fréttatilkynning frá Yggdrasil
- Listi yfir innkallanir