Agúrkusalat innkallað vegna aðskotahlutar (glerbrots)
Innkallanir -
05.07.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun fékk upplýsingar frá dönskum yfirvöldum um innköllun á matvælum vegna aðskotahlutar og áframsendi tilkynninguna til Matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem fór í aðgerðir í samvinnu við innflutningsfyrirtækið og hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum eftirfarandi matvæli:
- Vörumerki: First Price.
- Vöruheiti: Agurkesalat.
- Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Samsø Konservesfabrik. Innflutt til Íslands og dreift af Kaupási hf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík.
- Auðkenni/skýringartexti: Þyngd 550 g, best fyrir dagsetning 1. júní 2014, lotunúmer (á loki) 1506112200 til og með 1506112400, strikanúmer 5701410341565. Glerbrot fannst í einni krukku og teljast umræddar lotur því óhæfar til neyslu.
- Laga- /reglugerðarákvæði: 14. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 102/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla auk áorðinna breytinga, 8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum
- Áætluð dreifing innanlands: Verslanir Nóatúns, Krónunnar og Kjarvals um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun flutti Kaupfélag Skagfirðinga þessa vöru einnig inn til landsins.
Ítarefni