Aflatoxín í hnetusmjöri
Innkallanir -
29.09.2021
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á Peanut Butter Crunchy og Peanut Butter Creamy frá ECO HealthyCo vegna myglueitursins aflatoxíns sem greindist yfir mörkum. Rolf Johansen &Company ehf. hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu(r):
- Vöruheiti: Peanut Butter Crunchy
- Vörumerki: ECO HealthyCo
- Þyngd: 350 gr.
- Best fyrir dagsetning: 31.5.2022
- Lotunúmer: L1183
- Strikamerki: 7350021421869
- Framleiðsluland: Holland
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup.is og Extra24 í Keflavík og Akureyri
- Vöruheiti: Peanut Butter Creamy
- Vörumerki: ECO HealthyCo
- Þyngd: 350 gr.
- Best fyrir dagsetning: 28.2.2022
- Lotunúmer: L1020
- Strikamerki: 7350021421852
- Framleiðsluland: Holland
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup.is og Extra24 í Keflavík og Akureyri
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til verlunar þar sem varan var keypt.
Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Brynjar F. Valsteinsson sölu- og markaðsstjóri Dagvara.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá HealtyhCo
- Fréttatilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir