Fara í efni

Aðskotahlutur í smáköku

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Heima súkkulaðibitakökum sem Aðföng selur vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni (vír). Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu.

 

  • Vörumerki: Heima
  • Vöruheiti: Súkkulaðibitakökur
  • Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 19-01-2024
  • Nettómagn: 650 g
  • Strikamerki: 5690350055468 Framleiðsluland: Ísland
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
  • Dreifing: Verslanir Bónuss og Hagkaupa um land allt

 

Neytendur eiga ekki að neyta vörunnar heldur farga eða fara með kökurnar til næstu verslunar til að fá endurgreitt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?