Aðskotahlutur í smáköku
Innkallanir -
18.10.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Heima súkkulaðibitakökum sem Aðföng selur vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni (vír). Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu.
- Vörumerki: Heima
- Vöruheiti: Súkkulaðibitakökur
- Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 19-01-2024
- Nettómagn: 650 g
- Strikamerki: 5690350055468 Framleiðsluland: Ísland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Bónuss og Hagkaupa um land allt
Neytendur eiga ekki að neyta vörunnar heldur farga eða fara með kökurnar til næstu verslunar til að fá endurgreitt.