Aðskotahlutur (hart plast) finnst í kjúklinganöggum
Innkallanir -
21.03.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um að Matfugl ehf. innkallar eina framleiðslulotu af IKEA kjúklinganöggum vegna aðskotahlutar sem fannst í pakkningu. Fyrirtækið hefur sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: IKEA kjúklinganaggar
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, Mosfellsbær
- Strikamerki: 5694110026934
- Nettóþyngd: 1000 g
- Lotunúmer: 174080-3-08-1
- Best fyrir: 21.12.2023
- Dreifing: Verslun IKEA
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til Matfugls ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ eða í verslun IKEA, Kauptúni 4, Garðabæ.
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Matfugli ehf.
- Innkallanir á heimasíðu Matvælastofnunar
- Neytendavakt Matvælastofnunar