Fara í efni

Opnir fundir um vottun afurða og landamæraeftirlit í Bretlandi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Áhættuflokkun:

Eftirlit með innflutningi afurða til Bretlands verður innleitt í skrefum frá og með 31. janúar 2024. Landamæraeftirlitið byggir á áhættumati og hafa afurðir verið flokkaðar í þrjá áhættuflokka; lítil, miðlungs og mikil áhætta.

Þegar er í gildi vottunarkrafa vegna dýra og afurða sem fylgir mikil áhætta. Frá og með 31. janúar verður krafist heilbrigðisvottorðs vegna afurða með miðlungs áhættu.

Athugið að upptalningin í töflunni er ekki tæmandi og eingögnu ætluð til viðmiðunar. Sjá nánar um áhættuflokkun á heimasíðu breskra yfirvalda, þar má m.a. fletta upp áhættuflokkum eftir tollskrárnúmerum.

Rafræn vottorð - TRACES:

Bresk yfirvöld gera kröfu um að vottorð séu gefin út á rekjanlegu, rafrænu PDF formi. Til þess að uppfylla þá kröfu mun Matvælastofnun nota TRACES-kerfið til þess að gefa út vottorð. TRACES er kerfi sem notað er til að skrá sendingar með dýraafurðum (einnig lifandi dýr) frá þriðju ríkjum til ESB/EES og einnig innan sambandsins.

Þetta felur í sér að útflytjendur þurfa að fá aðgang að TRACES og þar munu þeir senda vottorðabeiðnir til MAST.

Opnir fundir:

Stofnunin mun halda opna fundi fyrir útflytjendur og fjalla um áhættuflokkun breskra yfirvalda, aðgang og notkun á TRACES auk annars sem viðkemur vottorðaútgáfu.

Fundirnir verða haldnir á Teams, sjá hlekki hér að neðan:

Um er að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir öll sem koma að útflutningi viðkomandi afurða. Hagaðilar og aðrir áhugasamir um málefnið eru því hvattir til að sækja fundinn.


Getum við bætt efni síðunnar?