Opnir fundir um vottun afurða og landamæraeftirlit í Bretlandi
Áhættuflokkun:
Eftirlit með innflutningi afurða til Bretlands verður innleitt í skrefum frá og með 31. janúar 2024. Landamæraeftirlitið byggir á áhættumati og hafa afurðir verið flokkaðar í þrjá áhættuflokka; lítil, miðlungs og mikil áhætta.
Þegar er í gildi vottunarkrafa vegna dýra og afurða sem fylgir mikil áhætta. Frá og með 31. janúar verður krafist heilbrigðisvottorðs vegna afurða með miðlungs áhættu.
Athugið að upptalningin í töflunni er ekki tæmandi og eingögnu ætluð til viðmiðunar. Sjá nánar um áhættuflokkun á heimasíðu breskra yfirvalda, þar má m.a. fletta upp áhættuflokkum eftir tollskrárnúmerum.
Rafræn vottorð - TRACES:
Bresk yfirvöld gera kröfu um að vottorð séu gefin út á rekjanlegu, rafrænu PDF formi. Til þess að uppfylla þá kröfu mun Matvælastofnun nota TRACES-kerfið til þess að gefa út vottorð. TRACES er kerfi sem notað er til að skrá sendingar með dýraafurðum (einnig lifandi dýr) frá þriðju ríkjum til ESB/EES og einnig innan sambandsins.
Þetta felur í sér að útflytjendur þurfa að fá aðgang að TRACES og þar munu þeir senda vottorðabeiðnir til MAST.
Opnir fundir:
Stofnunin mun halda opna fundi fyrir útflytjendur og fjalla um áhættuflokkun breskra yfirvalda, aðgang og notkun á TRACES auk annars sem viðkemur vottorðaútgáfu.
Fundirnir verða haldnir á Teams, sjá hlekki hér að neðan:
- Fimmtudagur 7. desember kl. 13: Sjávarafurðir – miðlungs áhætta Click here to join the meeting
- Fimmtudagur 14. desember kl. 13: Afurðir aðrar en sjávarafurðir – miðlungs áhætta Click here to join the meeting
Um er að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir öll sem koma að útflutningi viðkomandi afurða. Hagaðilar og aðrir áhugasamir um málefnið eru því hvattir til að sækja fundinn.