Fara í efni

Dýrasjúkdómaskimun

Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, ber hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að dýr sé haldið smitsjúkdómi sem lögin ná yfir eða áður óþekktan sjúkdóm að tilkynna það hverjum þeim dýralækni sem til næst eða lögreglu. Þessi vöktun dýraeigenda og almennings ásamt vakandi augum dýralækna er gífurlega mikilvæg í því skyni að koma í veg fyrir að nýir smitsjúkdómar breiðist út. Sumir sjúkdómar eru þó þess eðlis að dýrin geta verið sýkt án þess að sjúkdómseinkenni komi fram, þá þarf að vakta með sýnatökum. Matvælastofnun metur hvaða sjúkdóma er mest þörf á að vakta hverju sinni. Við matið er tekið tillit til mögulegra smitleiða og sjúkdómastöðu í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við eigum viðskipti við, jafnframt er farið eftir reglum Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE) og viðskiptalanda okkar eftir því sem við á.

Hér er að finna upplýsingar um niðurstöður reglubundinnar sýnatöku í búfé á undanförnum árum:

Uppfært 24.05.2024
Getum við bætt efni síðunnar?