Ólöglegt varnarefni í sesamfræjum og granóla
Frétt -
22.10.2020
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum framleiðslulotum af Hamingju Sesamfræjum og Hamingju Granóla frá Nathan og Olsen ehf. Ólöglegt varnarefni (etýlen oxíð) sem bannað er að nota í matvælum greindist í sesamfræjum sem eru bæði pökkuð í neytendaumbúðir og notuð í framleiðslu á Granóla. Fyrirtækið innkallar nú vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Upplýsingar um sesamfræin hafa borist Matvælastofnun í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Til hamingju Sesamfræ 400g
- Best fyrir dagsetningar: 21.09.21 og 12.10.2021
- Vöruheiti: Til hamingju Granóla 1 kg
- Best fyrir dagsetningar: 23.9.2021, 24.9.2021, 13.10.2021, 14.10.2021
- Innflytjandi og framleiðandi: Nathan og Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
- Dreifing: Bónus, Hagkaup, Krónan, Hlíðarkaup, Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Verslunin Kassinn, Samkaup, Kaskó, Smáalind/Fjölval
Þeir sem keypt hafa þessar vörur með ofangreindum “best fyrir” dagsetningum eru vinsamlega beðnir um að skila þeim til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.