Fara í efni

Niðurstöður úr sýnatöku á verkuðu heyi á gossvæðinu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 


  
Komnar eru niðurstöður úr verkuðum heysýnum á gossvæðinu á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Þann 8. júní 2010 voru nokkrir bæir á áhrifasvæði eldgossins heimsóttir og tekin gróðursýni til steinefnamælinga. Í byrjun september var svo farið á flesta þessa bæi aftur og verkuð heysýni tekin til að skoða hvernig til hefði tekist við heyöflun m.t.t. öskumengunar. Tekin voru 1-5 verkuð heysýni frá hverjum bæ og þeim blandað saman í eitt safnsýni en athugunin gekk út á að taka sýni sem myndu lýsa heildar heyforða búsins sem nota á til að fóðra skepnur nú í vetur.

Niðurstöður leiddu í ljós eðlileg gildi flestra steinefna að frátöldum háum járngildum. Styrkur járns ræðst mest af jarðvegsmengun og í þessu tilfelli öskumagni í gróðri. Járn í fóðri hefur meðal annars áhrif á upptöku kopars (Cu) og sinks (Zn) og getur of mikið járn í fóðri kallað fram skort á þessum efnum. Þá getur mikið járn einnig leitt til eitrunar og hafa eitrunarmörkin verið sett við 1.000 mg/kg þe.

Ítarefni



/bssl.is


Getum við bætt efni síðunnar?