Grunur um skordýr í pasta
Frétt -
07.12.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um innköllun COOP matvælaframleiðandans í Danmörku á ýmsum tegundum af pasta vegna skordýra. Í kjölfar innköllunar hafa Samkaup sem flytur inn þessi vörumerki, ákveðið að innkalla neðangreindar framleiðsluvörur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
- Vörumerki: COOP og X-ra
- Vöruheiti:
COOP pastaskrúfur 500g
COOP Farfalle 500g
COOP Gnocci 500g
COOP Penne Rigate 500g
COOP Spaghetti 1kg
COOP Tagliatelle 500g
COOP Pasta Route 500g
X-tra Pastaskrúfur 500g
X-tra Spaghetti 1kg - Strikanúmer: 7340011352860, 7340011352853, 7340011352884, 7340011352891, 7340011352921, 7340011352952, 7340011352907, 7340011342090, 7340011342106
- Umbúðir: Pokar
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Best fyrir: Allar dagsetningar fram til 01.09.2017
- Framleiðandinn: Pasta Berruto SpA , Ítalía
- Dreifingaraðili: Coop trading, Danmörku
- Innflytjandinn. Samkaup, Krossmóa 4, 230 Reykjanesbæ.
- Dreifing: Verslanirnar Nettó, Samkaup Strax, Samkaup Úrval og Kaskó
Neytendum er ráðlagt að farga vörunni, skila henni til Samkaups eða viðkomandi verslunar. Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Jónsson hjá Samkaupum (thorgeir@samkaup.is).