Eftirlitsdýralæknir í Suðurlandsumdæmi
Frétt -
10.09.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun óskar eftir að ráða eftirlitsdýralækni tímabundið á umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Suðurlandi. Um er að ræða frá tímabil frá u.þ.b. 15. október 2010 til 31. október 2011. Til greina kemur að viðkomandi sé ráðinn í hluta af ofangreindu tímabili.
Helstu verkefni:
- Eftirlitsstörf á sviði dýraverndar og dýravelferðar
- Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum
- Samskipti við aðrar stofnanir
- Önnur tilfallandi störf sem starfsmanni kann að vera falin
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Dýralæknismenntun
- Æskilegt að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
- Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð tölvu- og tungumálakunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis og Hafsteinn Jóh. Hannesson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum Eftirlitsdýralæknir Selfossi eða á mast@mast.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2010. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.