Fara í efni

Aukið eftirlit með matvælum frá Japan

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ný Evrópureglugerð tók gildi 28. mars um aukið eftirlit með matvælum frá Japan. Þar er gerð sú krafa á japönsk yfirvöld að mæla geislavirkni í matvælum frá vissum svæðum sem hafa orðið fyrir geislun.


  
Við innflutningseftirlit  á japönskum matvælum skal alltaf gerð skjalaskoðun og teknar stikkprufur til mælingar á geislavirkni.

Með sendingum  frá vissum svæðum í Japan skal fylgja staðlað eyðublað og rannsóknamælingar sem sýna að matvælin séu í lagi. Matvælin sem flutt eru til Evrópu  fara í gegnum eftirlit á  tilnefndnum landamærastöðvum þar sem 10% af matvæla-sendingum eru teknar í mælingar m.t.t. geislavirkni.

Auk þess skal taka sýni af 20% sendinga sem koma frá öðrum svæðum í Japan en þau sem eru tilnefnd  í reglugerðinni.

Þetta gildir fyrir sendingar sem hafa verið framleiddar eftir 11. mars og farið frá Japan eftir 28. mars.

Þess má geta að innflutningur á matvælum til Íslands frá Japan er af mjög skornum skammti.

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?