Fara í efni

Leyfi til sölu líflamba

Athygli er vakin á því að nú er búið að setja umsóknareyðublöð fyrir leyfi til sölu líflamba inn í þjónustugátt Matvælastofnunar.

Um er að ræða 2 eyðublöð; annars vegar eyðublað fyrir leyfi til sölu lamba á líflambasölusvæðum nr. 2.11 og hins vegar leyfi til sölu líflamba með verndandi og/eða mögulega verndandi arfgerðir frá öðrum svæðum en líflambasölusvæðum nr. 2.46.

Öll lömb sem meiningin er að selja skulu vera arfgerðagreind og sala á lömbum af VRQ arfgerð er bönnuð.

Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. júlí 2025.


Getum við bætt efni síðunnar?