Sveppasýking í hundum og köttum af völdum Mirosporum og Trichophyton
Orsök: Sveppategundirnar Microsporum canis, M. gypseum og Trichophyton mentagrophytes. Jafnframt þarf að hafa í huga að tegundin Trichophyton verrucosum sem veldur hringskyrfi í nautgripum, getur borist með hundum. Mikilvægt er að halda landinu lausu við hringskyrfi en tekist hefur að útrýma því í þau örfáu skipti sem það hefur komið upp.
Móttækilegar dýrategundir: Hundar, kettir en önnur spendýr s.s. fólk geta smitast.
Meðgöngutími: 7-21 dagur.
Einkenni: Hárlausir blettir með skorpumyndun og stundum hárslíðursbólgu og kýlum.
Smitleið: Snertismit, bæði frá sýktu dýri og ýmsum hlutum sem smitið getur hefur borist á frá sýktu dýri.
Útbreiðsla: Algeng víða um heim.
Greining: Skimun með Woods lampa, bein smásjárskoðun á hárum og húðskrapi, og ræktun.
Meðhöndlun: Útvortis meðhöndlun með sveppalyfjum (böðun) getur dugað í vægum tilfellum en í alvarlegri langvarandi tilfellum þarf lyfjameðferð.