Varnarefnaleifar í innfluttu spínati
Innkallanir -
07.08.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Við hefðbundið varnarefnaeftirlit Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins í landinu fannst óleyfilegt varnarefni í innfluttu spínati. Hollt og Gott ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla spínat vegna varnarefnisins permetríns, sem greindist í spínatinu, en óheimilt er að nota efnið í landbúnaði í Evrópu.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Hollt og Gott ehf.
- Vöruheiti: Spínat.
- Pökkunaraðili: Hollt og Gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
- Upprunaland: Bandaríkin
- Nettóþyngd: 200 g.
- Best fyrir: 8. og 10. ágúst 2013
- Strikanúmer: 5690350037815
- Dreifing: Verslanir og mötuneyti um land allt.
Þeir sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila til verslunar eða annars söluaðila.