Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í kæfu

Matvælastofnun vara neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir herslihnetum eða hveiti við  Godard-Chambon & Marrel Sveitapaté með bragði af truffusveppum (Terrine campagnarde au jus de truffe noire aromatisée) sem Hyalin ehf. flytur inn. Merkingar á frönsku eru í lagi en vanmerkt á ensku. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Godard - Chambon & Marrel
  • Vöruheiti: Terrine campagnarde au jus de truffe noire aromatisée
  • Geymsluþol: Best fyrir dags. 24/05/2027
  • Strikamerki: 3461951001503
  • Nettómagn: 180 g
  • Framleiðandi: SAS Godard-Chambon & Marrel, BP40072, Route de Salviac, 46300 GOURDON
  • Framleiðsluland: Frakkland
  • Innflutningsfyrirtækið: Hyalin ehf., Skólavörðustíg 4a, 101 Reykjavík.
  • Dreifing: HYALIN, Skólavörðustíg 4a, 101 Reykjavík.

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila til verslunar. Varan er skaðlaus þeim sem hafa ekki ofnæmi- eða óþol fyrir herslihnetum eða hveiti.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?